131. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar þann 9. nóvember 2018 kl. 08:30.
Viðstaddir:Viðstaddir: Eydís Hentze, Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins undir lið 4 voru Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur og Eiríkur Páll Jörundsson safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, Ásbjörn Jónsson var í símasambandi undir sama lið.
1. Erindi Rúnars Þórs Guðmundssonar og Alexöndru Chernyshovu (2018110063)
Ráðið samþykkir erindið og veitir kr. 200.000 til verkefnisins.
2. Erindi Þorbjargar Magneu Óskarsdóttur (2018110062)
Ráðið samþykkir erindið og veitir kr. 50.000 til verkefnisins.
3. Jóladagskrá á vegum Reykjanesbæjar (2018110064)
Ráðið lýsir ánægju með metnaðarfulla jóladagskrá stofnana og menningarskrifstofu Reykjanesbæjar og hvetur bæjarbúa til þátttöku enda allt ókeypis. Nánari dagskrá má sjá á viðburðardagskrá bæjarins.
4. Skýrsla Fornleifafræðistofunnar um fornleifarannsókn í Keflavíkurtúni. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur kynnir (2016090211)
Ráðið þakkar greinargóða skýrslu og hvetur til þess að leitað verði allra leiða til að halda rannsókninni áfram.
5. Útilistaverk í Reykjanesbæ (2018110065)
Ráðið felur skrifstofu menningarfulltrúa að kanna grundvöll fyrir uppsetningu á umhverfislistaverki. Niðurstaða þeirrar könnunar verður kynnt ráðinu í janúar.
6. Ljósanótt (2018110066)
Ráðið ræddi Ljósanótt og ýmsar hugmyndir og áherslur hátíðinni viðkomandi. Hugmyndavinnu verður haldið áfram. Menningarfulltrúa falið að boða til íbúafundar í janúar.
7. Önnur mál (2018010136)
a) Ráðið vekur athygli á afhendingu menningarverðlauna sem fram fer í Duus Safnahúsum föstudaginn 16. nóvember kl. 18.00. Við sama tækifæri verður styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur þakkaður stuðningurinn. Viðburðurinn er opinn öllum bæjarbúum.
b) Ráðið vekur athygli á opnun nýrra sýninga listasafns og byggðasafns 16. nóvember kl. 18.00. Allir velkomnir.
c) Ráðið vekur athygli á menningarviðburði sem haldinn er í Bíósal Duus Safnahúsa í tilefni 100 ára fullveldisafmæli 1.desember kl. 16.00. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum standa að viðburðinum, sem er öllum opinn, og er hann styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. nóvember 2018.