132. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Duus Safnahúsum þann 14. desember 2018 kl. 08:30.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir, Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Stefanía Gunnarsdóttir, Eiríkur Páll Jörundsson, Ásbjörn Jónsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.
1. Menningarstefna Reykjanesbæjar, endurskoðun (2018010147)
Þórönnu Kristínu Jónsdóttur og Sigrúnu Ingu Ævarsdóttur er falið að skila fyrstu drögum á janúarfundi ráðsins.
2. Erindi SSS um endurskoðun sameiginlegrar menningarstefnu (2018110330)
Ráðið samþykkir erindið.
3. Styrkumsókn frá Danskompaní (2018120169)
Ráðið samþykkir umsóknina og styrkir Danskompaní um kr. 250.000.
4. Mælaborð jan. til okt. 2018 (2017020113)
Sviðsstjóri kynnti mælaborðið fram að 1.október.
5. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090114)
Sviðsstjóri kynnti fjárhagsáætlun 2019.
6. Önnur mál, desember 2018 (201010136)
a) Ráðið tekur jákvætt í hugmynd kanadísku listakonunnar Anne Vaasjo um ákveðinn listrænan gjörning á Brúnni milli heimsálfa næsta haust.
b) Ráðið þakkar fulltrúum í Útsvari gott framlag.
c) Ráðið þakkar ýmsum stofnunum og kórum í bæjarfélaginu gott framlag á aðventunni.
d) Ráðið minnir á þrettándaskemmtun Reykjanesbæjar 6.janúar n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.