133. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í safnamiðstöðinni Ramma þann 11. janúar 2019 kl. 08:30.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir, Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð. Gestur fundarins var Eiríkur Páll Jörundsson safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar.
1. Menningarstefna Reykjanesbæjar, endurskoðun (2018010147)
Lögð voru fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Reykjanesbæjar sem Þóranna Jónsdóttir og Sigrún Inga Ævarsdóttir höfðu tekið saman.
2. Menningarsjóður Reykjanesbæjar 2019 (2019010152)
a) Ráðið samþykkti endurskoðaðar reglur fyrir Menningarsjóð Reykjanesbæjar.
b) Menningarfulltrúa er falið að auglýsa menningarstyrki/þjónustusamninga sem fyrst. Umsóknarfrestur verður til 3. febrúar.
3. Rekstrarsamningur við Félag myndlistarmanna v/Hafnargötu 2 (2018020143)
Ráðið samþykkti endurnýjaðan rekstrarsamning við Félag myndlistarmanna vegna Hafnargötu 2.
4. Útilistaverk (2019010153)
Ráðið fór yfir ýmsar hugmyndir en ákvað að skoða málið enn frekar.
5. Ljósanótt (2018110066)
a) Ráðið boðar til spjallfundar með íbúum vegna 20 ára afmælis Ljósanætur í Duus Safnahúsum þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30.
b) Ráðið hvetur íbúa til að taka þátt í könnun sem send verður út næstu daga þar sem spurt er um viðhorf og upplifun af Ljósanótt.
6. Styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja (2019010155)
Menningarfulltrúi fór yfir þær umsóknir sem stofnanir Reykjanesbæjar sendu inn í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja og þá styrki sem fengust. Ráðið vekur athygli á hversu mikilvægur þessi sjóður er menningarlífi á svæðinu.
7. Önnur mál (2018010136)
a) Ráðið sendir þakkir til allra sem stóðu að þrettándadagskránni í bæjarfélaginu.
b) Ráðið lýsir ánægju sinni með ákvörðun bæjarráðs um að ljúka ritun á sögu Keflavíkur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2019.