138. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, Súlum þann 14. júní 2019, kl. 08:30
Viðstaddir: Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Ásbjörn Jónsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.
1. Hátíðardagskrá 17. júní (20190501264)
Fánahyllir: Kristján G. Gunnarsson fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Setning: Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar. Ávarp fjallkonu: Azra Crnac háskólastúdent. Ræða dagsins: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ.
2. Menningarsjóður 2019 (2019051758)
Ráðið ræddi um milljónina sem liggur enn í menningarsjóði. Ákvörðun tekin um að 500.000 kr. verði úthlutað í menningartengd grasrótarverkefni á Ljósanótt þar sem bæjarbúar skemmta bæjarbúum.
3. Gestatölur frá Skessunni (2019060218)
Menningarfulltrúi kynnti gestatölur hjá Skessunni. Alls hafa 12.606 gestir heimsótt skessuna frá því að talning hófst um miðjan febrúar þegar sérstök talningarvél var sett upp við innganginn í hellinn. Nánar tiltekið: febrúar 765, mars 3.724, apríl 2.932, maí 5.185.
4. Önnur mál (2019051260)
a) Menningarráð þakkar fjölskyldu Benedikts Gunnarssonar heitins listamanns fyrir góðar gjafir til Listasafns Reykjanesbæjar.
b) Menningarráð óskar Listasafni Reykjanesbæjar og Byggðasafni Reykjanesbæjar til hamingju með metnaðarfullar sumarsýningar í Duus Safnahúsum.
c) Menningarráð leggur áherslu á að tryggt verði að menning og menningartengd starfsemi muni áfram skipa mikilvægan sess í nýju stjórnskipulagi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. júní 2019.