90. fundur

11.09.2014 00:00

90. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00.

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis fundarritari.

1. Erindi v. 100 ára kosningaréttar kvenna (2014080161)
Erindi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur varðandi hvatningu til sveitarfélaga að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna.

1. Ráðið hvetur söfnin til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna með einhverjum hætti.

2. Listamaður Reykjanesbæjar 2014-2018 (2014090174)
Sigurður Sævarsson tónskáld er listamaður Reykjanesbæjar 2014-2018

Listamaður Reykjanesbæjar 2014-2018 var útnefndur 17. júní s.l. og er það Sigurður Sævarsson tónskáld.  Ráðið óskar honum til hamingju með nafnbótina.

3. Skoðunarferð um helstu menningarhús Reykjanesbæjar (2014090175)
Helstu menningarhús Reykjanesbæjar kynnt fyrir nýju menningarráði.

Ráðið fór í skoðunarferð í eftirfarandi menningarhús bæjarins;  Bókasafn, Duushús, Hljómahöll, Ramma og Víkingaheima, kynnti sér starfsemina og hitti forsvarsmenn og starfsfólk. 

4. önnur mál (2014010159)
a)  Ráðið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd Ljósanætur 2014. 
b)  Ráðið felur framkvæmdastjóra að auglýsa eftir tillögum bæjarbúa að verðugum handhafa Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014.
c)  Eftirfarandi aðilar skipa Útsvarslið Reykjanesbæjar 2014-2015:  Baldur Guðmundsson, Grétar Sigurðsson og Guðrún Ösp Theodórsdóttir.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.