92. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00.
Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varamaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis fundarritari.
1. Starfsáætlun menningarsviðs 2015 (2014100089)
Farið hugmyndir menningarráðs varðandi starfsáætlun 2015
Ráðið hefur haft drög til skoðunar í nokkurn tíma og hefur skilað inn tillögum og einnig héldu starfsmenn sérstakan starfsdag þar sem ýmis viðfangsefni og nýjar hugmyndir litu dagsins ljós. Öllu hefur nú verið fundinn staður í Starfsáætlun 2015 með það í huga að hagræðing væri í forgrunni en um leið gæti menningarlíf bæjarins blómstrað sem aldrei fyrr. Ráðið ræddi nýjar leiðir til að draga úr kostnaði við viðburðahald. Nánar verður unnið úr tillögunum þegar nær dregur hverjum viðburði.
2. Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2014 (2014100084)
Val menningarráðs á handhafa menningarverðlaunanna bókað.
Guðný Kristjánsdóttir er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2014. Hún hlýtur viðurkenninguna fyrir eflingu leiklistar í bæjarfélaginu.
3. Önnur mál (2014010159)
a) Ráðið óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með revíuna sem nú er sýnd og hvetur bæjarbúa til að fjölmenna á sýninguna.
b) Ráðið óskar Listasafninu til hamingju með sýninguna Ferð sem er fyrsta videosýning safnsins og hvetur bæjarbúa til að sjá og upplifa hvað þar er á ferðinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.