94. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 8. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00
Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir, formaður, Baldur Guðmundsson, aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir, varamaður, Dagný Steinsdóttir, aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson, aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri menningarsviðs, Guðlaug María Lewis, fundarritari. Gestir á fundinum Tómas Young framkvæmdarstjóri Hljómahallar, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar.
1. Fjárhagsáætlun 2015 (2014100085)
Samþykkt fjárhagsáætlun 2015 kynnt
Fjárhagsáætlun Menningarsviðs fyrir 2015 var lögð fram. Sú nýbreytni er í áætluninni að nú eru Víkingaheimar komnir inn á 05 lyklana eins og aðrar menningarstofnanir Reykjanesbæjar og einnig er Hljómahöll komin þar inn með fullan rekstur og má rekja hækkunina á sviðinu á milli ára aðallega til þessa. Ráðið fagnar því að enn sé svigrúm til að hlúa að og efla menningarlíf Reykjanesbæjar.
2. Kynning forstöðumanna á helstu verkefnum úr starfsáætlun 2015 (2015010092)
Forstöðumenn Bókasafns, Byggðasafns, Listasafns og Hljómahallar kynntu starfsáætlun sinna stofnana. Nýjar sýningar verða opnaðar á vegum allra safnanna á árinu ásamt ýmsum hefðbundnum verkefnum sem taka munu mið af fjárhagsáætlun. Einnig fór framkvæmdastjóri yfir starfsáætlanir Duushúsa og Víkingaheima, Nokkur ný verkefni munu líta dagsins ljós í ár og m.a. verður opnuð Gestastofa Geopark og upplýsingamiðstöð ferðamála í Duushúsum í vor og auglýst verður eftir samstarfsaðila með rekstur Víkingaheima.
Ráðið þakkar góða kynningu á áhugaverðum og metnaðarfullum verkefnum.
3. Þjónustu- og rekstrarsamningar 2015 (2015010093)
Farið yfir núgildandi samninga
Ráðið fór yfir þá menningarsamninga sem hafa verið í gildi til þessa og leggur til að ákveðið fjármagn úr Menningarsjóði verði áfram notað í þjónustusamninga við menningarhópa og felur framkvæmdastjóra að auglýsa eftir umsóknum. Ráðið mun síðan boða forsvarsmenn hópanna í viðtal og fara yfir umsóknirnar.
4. Hátíðahald (2015010094)
Farið yfir þær hátíðir sem eru búnar og þær sem eru framundan skoðaðar.
Ráðið ræddi framkvæmd jólaviðburða og tillögur að ýmsum breytingum. M.a. leggur ráðið til að Ljósahúsasamkeppnin fari fram síðar í desember en verið hefur og tengist jafnvel hugmyndum um fleiri viðburði á Hafnargötunni fyrir jólin. Ráðið leggur til að Reykjanesbær taki áfram þátt í List án landamæra og Safnahelgi á Suðurnesjum. Ráðið felur framkvæmdarstjóra að auglýsa fund með áhugasömum aðilum um Ljósanótt.
Önnur mál
5. Nýtt dagskrármál (2015010095)
a) Víkingaheimar, Duushús og Hljómahöll munu taka þátt í ferðaþjónustukynningunni Mannamót 22. janúar n.k.
b) Ráðið vekur athygli á jákvæðri umfjöllun um Rokksafnið og safnamál almennt í Reykjanesbæ í nýútkomnu tímariti sem ber heitið Safnablaðið Kvistur.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2015