98. fundur

10.04.2015 10:26

98. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 9. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varamaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis fundarritari.  Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs var gestur á fundinum.


1. Styrkveiting úr Húsafriðunarsjóði frá Minjastofnun Íslands 2015 (2015040025)
Grein gerð fyrir styrkveitingum úr Húsafriðunarsjóði

Húsfriðunarsjóður ríkisins styrkir endurgerð Fischershúss um kr. 700.000 árið 2015. Einnig  var sótt um styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu í Gömlu búð en ekki fékkst styrkur til þess í ár. Til upplýsinga þá voru umsóknir í Húsafriðunarsjóð 309 og veittir styrkir 224 og upphæðin til skipta var 134.700.000.

2. Styrkveiting Safnaráðs til Byggðasafns Reykjanesbæjar 2015 (2015030284)
Grein gerð fyrir úthlutun Safnaráðs til Byggðasafns Reykjanesbæjar

Safnasjóður ríkisins styrkir rekstur Byggðasafns Reykjanesbæjar um kr. 1.000.000 og kr. 600.000 í verkefni árið 2015.
Til upplýsinga þá voru 108.600.000 til úthlutunar í Safnasjóði, 70 milljónir fóru í verkefni og 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna.

3. Styrkveiting Safnaráðs til Listasafns Reykjanesbæjar 2015 (2014110262)
Gerð grein fyrir styrkjum úr Safnasjóði til Listasafns Reykjanesbæjar

Safnasjóður ríkisins styrkir rekstur Listasafns Reykjanesbæjar um kr. 1.000.000 og kr. 1.000.000 í verkefni árið 2015.
Til upplýsinga þá voru 108.600.000 til úthlutunar í Safnasjóði, 70 milljónir fóru í verkefni og 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna.

4. Þjónustusamningar menningarhópa - umsóknir 2015 (2015020177)
Ráðið fer yfir umsóknir menningarhópa um þjónustusamninga

Ráðið fór yfir þær 15 umsóknir sem bárust  um þjónustusamning menningarhópa við Reykjanesbæ.  Ráðið ræddi við fulltrúa allra hópanna og mun gera tillögu að nýjum samningum fyrir næsta fund ráðsins.

5. Önnur mál (2015010095)
a) Menningarráð vill koma á framfæri þakklæti til liðs Reykjanesbæjar í ÚTSVARI, spurningakeppni sveitarfélaganna, og þakkar þeim Baldri Guðmundssyni, Grétari Þór Sigurðssyni og Guðrúnu Ösp Theódórsdóttur vasklega framgöngu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.