277. fundur

12.12.2014 11:34

277. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 12. desember 2014 að Skólavegur 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður,  Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Haraldur Helgason varamaður, Margrét Blöndal varamaður, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Katrín Jóna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Skólanámskrár / starfsáætlanir leikskóla  (2014010165)
Starfsáætlanir 2014-2015 lagðar fram. Skólanámskrár og starfsáætlanir leikskólanna er hægt að kynna sér á heimasíðum leikskólanna.

Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi kynnti skólanámsskrár og starfsáætlanir leikskóla. Skólanámskrár frá þremur leikskólum, Holti, Tjarnarseli og Gimli liggja nú þegar fyrir, hinar í vinnslu.

2. Ytra mat leikskóla - Hjallatún (2014120154)
Skýrsla Námsmatsstofnunar um ytra mat á leikskólanum Hjallatúni

Námsmatsstofnun framkvæmir ytra mat á 6 leikskólum á ári. Hjallatún varð fyrir valinu hjá Reykjanesbæ í fyrra. Niðurstöður voru góðar og hefur skólinn þegar skilað inn úrbótaáætlun varðandi þau atriði sem bent var á að hugsanlega þyrfti að skoða sérstaklega.

3. Leikskólabörn í Reykjanesbæ. Tölulegar upplýsingar 2014-2015 (2014120164)
Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi kynnti fjölda leikskólabarna í Reykjanesbæ. þau eru nú 954. þeim hefur fjölgað um það bil 30 á ári frá hruni. Töluverður fjöldi barna er af erlendum uppruna í leikskólum  Reykjanesbæjar eða um 19,5%. Þessi börn dreifast ekki jafnt á milli skóla.

4. Nýframkvæmdir við leikskóla (2014010165)
Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi kynnti. Holt var stækkað með lausri kennslustofu í fyrra. Starfsmannaálman var færð út í lausu kennslustofuna og deildin sett niður þar sem áður var starfsmannaaðstaða. Framkvæmdir voru töluverðar á Tjarnarseli í fyrra. Aðstaða til sérkennslu löguð og starfsmannaaðstöðu ásamt almennu viðhaldi sem komin var þörf á. Á Heiðarseli var bætt við kennslustofu með tengibyggingu  nú í ár og er hún komin í notkun.

5. Breyting á skóladagatali 2014-2015 (2014100460)
Holtaskóli. Ósk um tilfærslu á starfsdegi frá 3.mars til 6.mars 2015. Samþykkt skólaráðs Holtaskóla liggur fyrir.

Guðmunda Lára kynnti. Samþykkt.

6. Fjárhagsáætlun (2014010165)
Gögn lögð fram á fundinum sem kynnt voru í bæjarráði í gær varðandi fjármál FRÆ. Umræður um hvort röskun verði á starfi tónlistarskólans og fram komu áhyggjur af sálfræðiþjónustu þar sem allir sálfræðingar sveitarfélagsins hafa sagt upp störfum.

7. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014010165)
Málinu var frestað á fundi fræðsluráðs 28.11.2014

Gert er ráð fyrir 12 fundum í fræðsluráði á næsta ári í fjárhagsáætlun, þrír þeirra eru ætlaðir vinnu við skólastefnu.

8. Setning Ljósanætur 2015- Tillaga (2014110426)
Málinu var frestað á fundi fræðsluráðs 28.11.2014

Lagt til að rætt verði í foreldrafélögum leik og grunnskóla fyrirkomulag setningar á ljósanótt.  Fræðslustjóra falið að senda foreldrafélögunum bréf.

9. Verknám í grunnskólum (2014010165)
Málinu var frestað á fundi fræðsluráðs 28.11. 2014

Helga kynnti. Lagt til að kallað verði eftir hugmyndum um hvernig kynna má verknám þannig að það veki frekar áhuga þeirra. Umræður um það sem þegar er gert. Þessi umræða verður tekin upp aftur á nýju ári þegar endurskoðun skólastefnu fer aftur af stað. Sátt er um í fræðsluráði að vægi verknáms verði aukið.

10. Fundartímar fræðsluráðs (2014010165)
Rætt um að breyta hugsanlega fundartíma. Fundartíma haldið og ráðið setur sér að halda umræðu innan tímaramma.

11. Önnur mál (2014010165)
a) Helga velti upp þeim möguleika að á fundi fræðsluráðs kæmu fulltrúar frá leik og grunnskólum sem kynntu starfsemi sína þannig að fræðsluráðsmenn fengju tækifæri til að greina frá starfssemi sinna stofnana.  Einnig nefndur möguleiki á að fá fulltrúa frá Skólamat til að kynna sína starfssemi.

b) Fræðslustjóri sýndi framfarir í íslensku í 4. bekk í Reykjanesbæ sem eru miklar samkvæmt  gögnum frá Námsmatsstofnun. Fræðsluráð fagnar góðum niðurstöðum sem stafa af góðri samvinnu allra aðila skólasamfélagsins.

c) Margrét Blöndal ræddi starfsdaga og þau vandræði sem skapast fyrir foreldra þegar leik - og grunnskólar eru með starfsdaga.

d)Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ. Ráðsmenn undirrituðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.