22. fundur

08.04.2020 00:00

22. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur 8. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórar og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundir Almannavarna

Ítrekað að halda sig heima um páskana.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Óskað hefur verið eftir lista yfir nöfn einstaklinga sem eru eldri en 80 ára og búa einir. Íbúar Reykjanesbæjar í þessum markhópi eru um 260 talsins. Ráðgert er að starfsmenn Nesvalla hringi í þá eftir páska. Þeim verði jafnframt boðið að fá fleiri símtöl frá Nesvöllum og vera á símavinalista Reykjanesbæjar.
Öldrunarþjónusta Reykjanesbæjar hefur verið í reglulegu sambandi við formann Félags eldri borgara og sóknarprestana í Reykjanesbæ um samráð varðandi þjónustu við eldri íbúa Reykjanesbæjar.
Fólk sem hefur verið í þjónustu Reykjanesbæjar fær regluleg símtöl og/eða heimsóknir, nú sem áður.
Janus endurhæfing hefur verið í sambandi við það fólk sem hefur verið í þjálfun hjá þeim.
Bæjarráð samþykkti fyrir nokkru að taka ekki gjald fyrir heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara og öryrkja á meðan samkomuskerðingar Almannavarna eru í gildi.
Velferðarsvið hefur unnið spjöld um mikilvægi velferðar íbúa á þeim álagstíma sem nú er á heimilum landsins. Hvatt er til þess að við hugum vel hvert að öðru, stöndum saman og höfum augun opin. Mikilvægt er að íbúar leiti sér aðstoðar, ef þörf er á. #viðerumöllbarnavernd

Fræðslusvið

Gott hljóð er í skólastjórnendum. Færri börn hafa verið í leikskólunum okkar núna í dymbilvikunni, en fjöldinn samt aðeins mismunandi eftir skólum. Ákveðið að haga skipulagi eftir páska þannig að fjöldi daga í apríl verði jafnaður gagnvart börnum.
Í grunnskólunum verður starfsdagur 14. apríl og ljóst að sá dagur mun nýtast mjög vel. Að mati skólastjóra hefur gengið vonum framar að fylgja námsáætlunum en búast má við því að unglingastigið komi meira inn í skólana eftir páska en undanfarnar vikur, nánari útfærsla á því verður mótuð á starfsdeginum.
Við heyrum af áhyggjum frá íþróttafélögunum í bænum og má búast við því að þær verði ávarpaðar á fundi ÍT ráðs 14. apríl nk. Að öðru leyti hefur gengið vel miðað við aðstæður að halda verkefnum á sviðinu gangandi og kærkomið páskafrí handan við hornið þar sem fólk er hvatt til þess að ferðast innanhúss.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða. Haldnir daglegir fundir með starfsmönnum, allir við góða heilsu.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.
Póstdreifing í Ráðhúsinu. Frá og með þriðjudeginum í næstu viku verður póstur alltaf geymdur yfir nótt áður en honum er dreift. Póstur sem berst að morgni verði dreift næsta morgun á eftir. Skapar töf á póstinum en lágmarkar smithættu.

Súlan

Bókasafnið lokaði skilalúgu safnsins og biður lánþega um að skila safngögnum þegar ástandið lagast. Það reiknast engar sektir á meðan á samkomubanni stendur.
Starfsmenn flytjast á milli starfsstöðva eftir verkefnum.
Viðburðadagskrá eftir páska er tilbúin og á að halda mánaðarlegri dagskrá áfram þegar Covid er yfirstaðið.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Staðan 8. apríl í Reykjanesbæ
Aðgerðastjórn Almannavarna fundaði í dag. HSS tók 40 sýni í gær.
• 72 staðfest smit
• 25 hafa fengið bata
• 184 í sóttkví

b. Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áhyggjur og varnaðarrorð landssamtaka UN Women, lögreglunnar, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, Kvennaathvarfsins og fl. um að ofbeldi í nánum samböndum sé að aukast í þeim heimsfaraldri sem við stöndum nú frammi fyrir.
Fyrir flest okkar er heimilið griðastaður, en því miður er því öfugt farið hjá þeim sem búa við ofbeldi í nánum samböndum. Samhliða aukinni félagslegri einangrun skapast meiri hætta á að ofbeldi sé beitt.
Bæjarráð hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldi, bæði þá sem verða vitni að slíku, en ekki síður hina sem þurfa að upplifa slíkt.
Brýnt er að þolendum ofbeldis séu skapaðar aðstæður til þess að tilkynna um ofbeldisverk án þess að skapa sér með því aukna hættu.
Stöndum saman gegn ofbeldi af öllu tagi.

c. Jóhann Friðrik Friðriksson las upp tilmæli frá Lýðheilsuráði.

Næsti fundur þriðjudag eftir páska 14. apríl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.