17. fundur

17.02.2021 15:00

17. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 17. febrúar 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stafræn þróun - staða verkefna (2019110248)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi stafræna þróun hjá Reykjanesbæ og samvinnu sveitarfélaga um stafræna þróun.

Fylgigögn:

Kynning á fjármögnun stafrænnar þróunar - samvinna sveitarfélaga

2. Betri Reykjanesbær - framkvæmd hugmyndasöfnunar (2019100329)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti tillögu um útfærslu á framkvæmd hugmyndasöfnunar á íbúavefnum Betri Reykjanesbær.

Framtíðarnefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir að gert verði ráð fyrir kostnaði að upphæð 30 milljónum króna í verkefnið og er því vísað til bæjarráðs. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 15. mars nk.

3. Uppbygging innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ (2020090208)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir málið og er henni falið að vinna það áfram.

4. Menningarstefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2019051729)

Drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025 lögð fram. Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Framtíðarnefnd lýsir yfir ánægju með menningarstefnuna en telur að leggja mætti meiri áherslu á að byggt verði á menningararfi sveitarfélagsins til að skapa Reykjanesbæ sérstöðu.

5. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021020193)

Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Málinu er frestað til næsta fundar framtíðarnefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars 2021.