28. fundur

16.02.2022 15:00

28. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. febrúar 2022 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stafræn þróun - staða verkefna (2019110248)

Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu verkefna tengdum stafrænni þróun hjá Reykjanesbæ.

2. Aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum (2020021391)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti verkefni tengd aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.

3. Þjónustusamningur við Kölku (2021110335)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum við Kölku sorpeyðingarstöð um nýjan þjónustusamning.

4. Þróunaráætlun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar (2021020805)

Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi þróunaráætlun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar, niðurstöður úr alþjóðlegri hugmyndasamkeppni og næstu skref.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.