36. fundur

14.12.2022 08:15

36. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. desember 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Hafsteinn Hjartarson.

Jón Helgason boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hans stað, Aneta Grabowska boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Þróunarverkefni Kadeco (2022100542)

Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco mætti á fundinn og kynnti þróunarverkefni sem er samstarfsverkefni Kadeco, íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Í þróunaráætlun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar verður horft fram til ársins 2050.

Nefndin þakkar Pálma fyrir kynninguna og hlakkar til að fylgjast áfram með þessu áhugaverða og umfangsmikla verkefni.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um þróunaráætlun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar á vef Kadeco

2. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)

Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 sem er í afgreiðsluferli hjá Skipulagsstofnun.

Nefndin þakkar Gunnari fyrir góða kynningu á nýju aðalskipulagi.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða aðalskipulag í gildi á vef Reykjanesbæjar
Með því að smella hér má skoða bókun á 301. fundi umhverfis- og skipulagsráðs um endurskoðun aðalskipulags ásamt fylgigögnum

3. Hverfaráð (2022100234)

Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir hugmyndir um hverfaráð og hvert hlutverk þeirra gæti verið.

Nefndin telur mikilvægt að málið sé skoðað sem hluti af heildstæðri stefnu um upplýsingagjöf og samráð við íbúa, þar sem lögð er áhersla á aukið íbúalýðræði og þátttöku.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2022.