58. fundur

26.02.2025 08:15

58. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. febrúar 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Hafsteinn Hjartarson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Athena Júlía Józefudóttir boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað.

Sjálfbærniráð samþykkir að taka málið Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136) á dagskrá. Fjallað verður um málið undir dagskrárlið 5.

1. Kosningar og fyrirkomulag (2024010180)

Unnið áfram í undirbúningi næstu kosningaskýrslu sem snýr að bættri kosningaþátttöku. Sjálfbærniráð hefur sent erindi til ungmennaráðs og öldungaráðs Reykjanesbæjar til samráðs.

2. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi fór yfir stöðu flokkunar á starfsstöðvum innan Reykjanesbæjar. Ljóst er að flokkun er ekki samræmd milli stofnana Reykjanesbæjar sem þarf að laga þar sem sveitarfélaginu ber lagaleg skylda til flokkunar á sorpi samkvæmt reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023 auk laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

Sjálfbærniráð telur nauðsynlegt að sveitarfélagið tryggi að allar stofnanir Reykjanesbæjar uppfylli kröfur laganna um samræmda flokkun og farið verði í heildarútboð á flokkunarílátum bæði innan- og utanhúss í stofnunum. Málinu er vísað til bæjarráðs.

3. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

Áframhaldandi vinna við lýðræðisstefnu.

4. Fjármál sjálfbærniráðs (2024050440)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi fór yfir stöðu þeirra verkefna sem eru í gangi.

5. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi gerði grein fyrir stöðu styrkumsóknar til LIFE-ICENAP vegna innleiðingar aðlögunaráætlunar Íslands vegna loftslagsbreytinga.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.