11. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grófinni 2 þann 20. júní 2024 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðmundur Björnsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurður Garðarsson.
Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Grétar I. Guðlaugsson boðaði forföll.
1. Stjórn Eignasjóðs - stefnumótun og verklag (2023090468)
Samkvæmt erindisbréfi er Eignasjóði Reykjanesbæjar ætlað að stuðla að hagkvæmum rekstri og viðhaldi fasteigna og mannvirkja Reykjanesbæjar, ásamt því að undirbúa og hafa eftirfylgd með nýframkvæmdum og fjárfestingum.
Umræður fóru fram um stefnumótun og framtíðarsýn Eignasjóðs Reykjanesbæjar með hliðsjón af þeim verkefnum sem tilgreind eru í erindisbréfi stjórnar.
Perla Njarðardóttir og Orri Sveinn Segatta byggingafræðingar frá Arkís mættu á fundinn og fóru yfir notkun á forritinu bim360.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 27. júní 2024.