12. fundur

19.09.2024 14:00

12. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. september 2024, kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðmundur Björnsson, Grétar I. Guðlaugsson og Hólmfríður Árnadóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir boðuðu forföll.

1. Garðasel (2023100188)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir skýrslu frá Verksýn um ástandsskoðun á leikskólanum Garðaseli.

Engin starfsemi verður í Garðaseli þegar nýr leikskóli á Skólavegi 54 verður tekinn í notkun. Mikilvægt er að undirbúa vel þær hugmyndir sem ratað hafa á yfirborðið en þar má helst nefna rif á núverandi húsi og nýbygging en þá er horft til hönnunar á Skólavegi sem þykir vel heppnuð.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir framkomna tillögu um að undirbúningur verði hafinn við niðurrif húsnæðisins.

2. Íþróttahús Myllubakkaskóla (2021050174)

Óskað var eftir að skoðaður yrði möguleikinn á stækkun á íþróttahúsi Myllubakkaskóla í samræmi við íþróttahús Akurskóla í þeim tilgangi að hægt verði að halda þar íþróttaviðburði með áhorfendum.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir að farið verði í hönnun samkvæmt framkomnum tillögum og leggur áherslu á að hönnunin verði unnin í samvinnu við Hafstein Ingibergsson forstöðumann íþróttamannvirkja.

3. Leikskólinn Völlur (2023110251)

Undanfarna mánuði hefur hönnunarvinna verið í gangi fyrir uppfærslu á leikskólanum Velli. Óskað er eftir heimild til að halda áfram með hönnunina, tillögu og kostnaðargreiningu. Áætlað er að hönnunarvinna og kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi stjórnar eignasjóðs.

Stjórn Eignasjóðs heimilar Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.

4. Nesvellir 4, þjónustumiðstöð - stækkun eldhúss (2023070388)

Í ljósi þess að fyrirhugað er að framkvæmdum við stækkun á hjúkrunarheimilinu ljúki á næsta ári sem og sameiningar dagdvala, er þörf á stækkun á núverandi framleiðslueldhúsi.

Núverandi aðstaða er nú þegar og verður of lítil til að þjóna þeim þörfum sem ætlast er til þegar nýtt hjúkrunarheimili opnar og sameining dagdvala verður að veruleika.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir að málið verið unnið áfram af starfsmönnum eignaumsýslu.

5. Holtaskóli - staða framkvæmda (2022120120)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir framvindu og næstu framkvæmdir.

6. Myllubakkaskóli - staða framkvæmda (2021050174)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir framvindu og næstu framkvæmdir.

7. Leikskólinn Drekadalur - staða framkvæmda (2022100203)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks.

8. Skólavegur 1 - staða framkvæmda (2023030581)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks.

9. Leikskólinn Heiðarsel - staða framkvæmda (2023090465)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti breytingar á hönnun við Heiðarsel. Unnið er að kostnaðargreiningu og áætlun um hvernig framkvæmdum verður háttað samhliða starfsemi skólans.

10. Stapaskóli - 3. áfangi (2023030282)

Útboðsgögn fyrir 3. áfanga Stapaskóla eru tilbúin.

11. Fjárfestingar Eignasjóðs Reykjanesbæjar 2025 (2024090522)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fjárfestingaþörf Eignasjóðs fyrir árið 2025.

12. Íþróttamannvirki - breytt fyrirkomulag (2024090535)

Fyrirhugað er að umsjón með viðhaldi á íþróttamannvirkjum færist frá menntasviði til eignaumsýslu umhverfissviðs.

13. Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum - beiðni um umsögn (2024080039)

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.

Stjórn Eignasjóðs felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni stjórnar Eignasjóðs að koma athugasemdum ráðsins áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.