13. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grófinni 2 þann 17. október 2024 kl. 14:00
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir varaformaður, Guðmundur Björnsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigurður Garðarsson.
Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll og sat Guðný Birna Guðmundsdóttir fundinn í hennar stað. Grétar I. Guðlaugsson boðaði forföll.
1. Holtaskóli – dreifing verkþátta (2022120120)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir fyrirhugaðan kostnað við framkvæmdir á Holtaskóla árið 2025.
Málið verður áfram í vinnslu.
2. Myllubakkaskóli – dreifing verkþátta (2021050174)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir fyrirhugaðan kostnað við framkvæmdir á Myllubakkaskóla árið 2025.
Málið verður áfram í vinnslu.
3. Leikskólinn Völlur – verkáætlun og kynning á fyrirkomulagi (2023110251)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við utanhússklæðningu og gluggaskipti á leikskólanum Velli. Nákvæm kostnaðaráætlun verður lögð fram á næsta fundi.
4. Háaleitisskóli – viðhaldsframkvæmdir 2025 (2024100195)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir ástand Háaleitisskóla og mikilvægi þess að fara í viðhaldsframkvæmdir við skólann á næsta ári.
5. Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum – breyting á skipulagi (2024090535)
Á síðasta fundi stjórnar Eignasjóðs var lögð fram tillaga um að eignaumsýslan annist viðhald íþróttamannvirkja í stað forstöðumanns. Sviðsstjóri menntasviðs sem og forstöðumaður íþróttamannvirkja tóku vel í þá breytingu sem lagt er upp með, að Eignaumsýsla Reykjanesbæjar sjái alfarið um samskipti við notendur sem og stofnun verka og stýringu þeirra. Ljóst er að ráða þarf verkefnastjóra í það stöðugildi sem kemur til með að sinna íþróttamannvirkjum ásamt því að geta stýrt viðhaldsframkvæmdum fyrir hönd bæjarins.
6. Eignaumsýsla Reykjanesbæjar – skipulagsbreyting (2024100216)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir tillögu að skipulagsbreytingum hjá Eignaumsýslu Reykjanesbæjar.
7. Fjárhagsáætlun viðhaldsframkvæmda 2025 (2024050440)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fjárþörf vegna viðhaldsframkvæmda 2025.
8. Starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum (2024080039)
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Stjórn Eignasjóðs óskar eftir nánari kynningu og upplýsingum um málið og telur ekki tímabært að stefnan verði afgreidd fyrr en heildarstefna Reykjanesbæjar í húsnæðismálum liggur fyrir. Málinu frestað.
9. Stapaskóli - áfangi 3 (2023030282)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, fóru yfir stöðu mála.
10. Fjárfestingar eignasjóðs 2025 – yfirferð fjárfestinga verka (2024090522)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fyrirhugaðar fjárfestingar verka.
11. Afnotasamningur mannvirkja í eigu Reykjanesbæjar (2024100196)
Málinu frestað til næsta fundar.
12. MainManager - komandi fyrirkomulag viðhalds- og fjárfestingarverkefna (2024100255)
Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir nýtt fyrirkomulag sem veitir aukið gegnsæi viðhalds- og nýframkvæmda árið 2025. Áætlað er að nefndarmenn stjórnar Eignasjóðs og bæjarráðs hafi aðgang að kerfinu til upplýsinga um stöðu framkvæmda og kostnað þeirra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.