16. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. janúar 2025 kl. 14:00
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason formaður, Birgir Már Bragason, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sigurður Garðarsson.
Að auki sátu fundinn Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll og sat Bjarni Páll Tryggvason fundinn í hennar stað. Grétar I. Guðlaugsson og Guðmundur Björnsson boðuðu ekki forföll.
1. Leikskólinn Völlur – áætlaðar framkvæmdir 2025 (2023110251)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti verkáætlun framkvæmda á leikskólanum Velli fyrir árið 2025. Áætlað er að byrja framkvæmdir í vor við klæðningu skólans ásamt útskiptingu á gluggum.
2. Leikskólinn Heiðarsel – áætlaðar framkvæmdir 2025 (2023090465)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti verkáætlun framkvæmda á leikskólanum Heiðarseli fyrir árið 2025. Áætlað er að byrja framkvæmdir í vor eða sumar. Til stendur að koma fyrir varanlegum kennslustofum á lóð í vor eða sumar. Búið er að kaupa alla glugga og hurðir í deildina Hól og miðast framkvæmdaáætlunin við komu þeirra. Innanhússfrágangur/uppfærsla miðast við flutning á kennslustofum frá Myllubakkaskóla í Heiðarsel.
3. Holtaskóli – staða framkvæmda (2022120120)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu framkvæmda í Holtaskóla og kynnti framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025.
4. Myllubakkaskóli – staða framkvæmda (2021050174)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu framkvæmda í Myllubakkaskóla og kynnti framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025.
5. Tjarnargata 12 – framkvæmdir við endurbætur/uppfærslu á innra skipulagi (2019050839)
Farið var yfir hönnun og kynningu frá JeES arkitektum á fyrirhuguðum framkvæmdum við Tjarnargötu 12.
6. Nesvellir 4 – stækkun á framleiðslueldhúsi og sameining dagdvala (2023070388)
Vinna hefur staðið yfir frá því í nóvember við að forhanna og gera frumkostnaðaráætlun fyrir stækkun á framleiðslueldhúsi á 1. hæð (kjallara) á Nesvöllum 4.
Farið var yfir hönnun og kostnaðaráætlun auk þess sem aðrir möguleikar sem eru í skoðun hjá velferðarsviði voru dregnir fram.
7. Háaleitisskóli – frístundahúsnæði (2024100195)
Farið var yfir hugmynd um að selja núverandi frístundahúsnæði Háaleitisskóla að Breiðbraut 645 til að fjármagna framkvæmdir við stækkun á skólanum, en með því verður frístundastarfsemin undir sama þaki og skólinn.
Stjórn Eignasjóðs telur þetta vera skynsamlega ráðstöfun og felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
8. Grænásbraut 910 (2023030333)
Samþykkt hafa verið kaup Reykjanesbæjar á Grænásbraut 910 og mun starfsemi ráðhússins flytjast í hluta hússins á meðan á framkvæmdum við Tjarnargötu 12 stendur. Að því loknu er mögulegt að húsnæðið verði notað fyrir starfsemi menntastofnunar.
Lagðar fram tillögur að útfærslum á nýtingu húsnæðisins fyrir starfsemi ráðhússins.
9. Asparlaut – staða framkvæmda og fjármála (2021120081)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks ásamt kostnaði.
10. Drekadalur – staða framkvæmda og ágreiningsmála (2022100203)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu framkvæmda og þann ágreining sem upp hefur komið um skil á verkinu.
11. Fjárhagsáætlun 2025 – viðhaldsáætlun og fjárfestingaáætlun (2024050440)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir samantekt kostnaðar vegna fjárfestingaverkefna 2024.
12. Nýr grunnskóli í Ásbrúarhverfi – lokaskýrsla undirbúningshóps (2023090406)
Lokaskýrsla undirbúningshóps um nýjan grunnskóla í Ásbrúarhverfi lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2025.