336. fundur

29.09.2015 14:07

336. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 28. september 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsvið og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.

1. Fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2016 (2015070183)
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

2. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra (2015050102)
Drög að breytingum á reglum

Farið yfir tillögur að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.

Velferðarráð samþykkir tillögur fyrir sitt leiti.

3. Daggæsla barna í heimahúsi (2015050102)
Reglur um daggæslu barna í heimahúsum.

Velferðarráð leggur til að kafli um daggæslu barna í heimahúsum verði felldur niður í reglum um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ þar sem verkefnið hefur samkvæmt skipulagsbreytingum færst til Fræðslusviðs.

4. Tölfræði Velferðarsviðs fyrir júlí og ágúst  (2015030359)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í júlí og ágúst 2015 og bar saman við sömu mánuði árið 2014.

Fjárhagsaðstoð
Í júlí 2015 var greitt til framfærslu kr. 14.749.295,-. Fjöldi einstaklinga var 126.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 20.183.040,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 191.

Í ágúst 2015 var greitt til framfærslu kr.15.531.725,-. Fjöldi einstaklinga var 125.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 19.390.083,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 178.

Húsaleigubætur
Í júlí 2015 var greitt kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.348.158,- í húsaleigubætur,

Í ágúst 2015 var greitt kr. 32.509.449,- í húsaleigubætur, Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 34.920.535,-

Áfrýjunarnefnd
Í júlí  voru 11 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 6 erindi samþykkt og 5 erindum synjað.

Í ágúst voru 9 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 7 erindi samþykkt og 2 erindum synjað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.

Fundargerð samþykkt 11-0. Guðbrandur Einarsson tók til máls við afgreiðslu fundargerðar.