340. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 22. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 13:00.
Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundaritari og Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður.
1. Fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2016 (2015070183)
Umræðu um fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2016 frestað.
2. Reglur um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ (2015050102)
Reglur um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ voru uppfærðar nú í janúar og eru lagðar fram til kynningar.
3. Tillaga að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2016 (2016010635)
Velferðarráð samþykkir tillögur að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu.
4. Dagur um málefni fjölskyldunnar 2016 (2016010627)
Velferðarráð leggur til að dagur um málefni fjölskyldunnar verði haldinn laugardaginn 12. mars með óbreyttu sniði.
Velferðarráð felur Ingu Lóu Guðmundsdóttur og Hrefnu Höskuldsdóttur undirbúning dagsins.
5. Búsetumál fatlaðs fólks (2015120215)
Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldudeildar, fer yfir stöðu í búsetumálum fatlaðs fólks í Reykjanesbæ.
Velferðarráð felur Sigríði Daníelsdóttur að afla upplýsinga um mögulegar leiðir í búsetumálum fatlaðs fólks og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
6. Forvarnarstefna Reykjanesbæjar 2003 (2016010637)
Forvarnarstefna Reykjanesbæjar var síðast endurskoðuð árið 2003 og er nú til endurskoðunar. Endurskoðun á að vera lokið 15. maí 2016.
Velferðarráð tilnefnir Ingu Lóu Guðmundsdóttur og Maríu Gunnarsdóttur sem fulltrúa Velferðarsviðs.
7. VIRKNI- námskeið fyrir einstaklinga á fjárhagsaðstoð (2015020251)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri virkniteymis, kynnir samantekt eftir þriðja námskeiðið VIRKNI sem haldið var 19. október - 10. desember í samstarfi við MSS og félagsþjónustu Sandgerðis- Garðs og Voga, Almennt gekk vel en hópurinn var þungur og margir einstaklingar höfðu verið vanvirkir lengi.
22 einstaklingum var boðin þátttaka á námskeiðinu, 17 hófu þátttöku og 13 luku námskeiðinu með góðum árangri.
8. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í desember 2015 (2015030359)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri virkniteymis fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í desember.
Fjárhagsaðstoð
Í desember 2015 var greitt til framfærslu kr.15.474.191,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 131
Húsaleigubætur
Í desember 2015 var greitt kr. 33.420.933 ,- í húsaleigubætur,
Áfrýjunarnefnd
Í desember voru 5 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 4 erindi samþykkt/staðfest og 1 erindi synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar nk.