345. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. september 2016 kl. 08:00.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður Fjölskyldumála og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.
1. Fjárhagsáætlun 2017 (2016070185)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2017.
- Umræða um einstaka liði fjárhagsáætlunar.
2. Lög um húsnæðisbætur (2016090329)
Lagt fram.
3. Húsnæðismál fyrir umsækjendur um vernd (2016090127)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, greinir frá beiðni Útlendingastofnunar um tímabundið samstarf vegna erfiðleika í húsnæðismálum fyrir umsækjendur um vernd.
4. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í ágúst (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í ágúst 2016 og bar saman við sama mánuð árið 2015.
Fjárhagsaðstoð
Í ágúst 2016 var greitt til framfærslu kr. 10.829.378,-,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 97. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 13.531.725,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 125.
Líkt og undanfarna mánuði fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk umtalsvert. Í ágúst voru 21 umsækjendur sem ekki endurnýjaði umsókn sína, 19 umsóknir samþykktar í mánuðinum.
Húsaleigubætur
Í ágúst 2016 var greitt kr. 29.994.316,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.509.449- í húsaleigubætur.
Áfrýjunarnefnd
Í ágúst 2016 voru 19 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 12 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindi samþykkt að hluta, 1 erindi vísað tilbaka í virkniteymi og 4 erindum synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2016.