363. fundur

28.06.2018 00:00

363. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. júní 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara (2018060245)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir var kosin formaður velferðarráðs og Guðný Birna Guðmundsdóttir var kosin varaformaður.
Jasmina Crnac var kosin ritari velferðarráðs.

2. Skipan í áfrýjunarnefnd velferðarráðs (2018060247)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Jasmina Crnac voru skipaðar fulltrúar í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.

3. Handbók velferðarráðs (2018060246)
Handbók velferðarráðs lögð fram.

4. Mælaborð velferðarsviðs janúar - maí 2018 (2018020247)
Farið yfir lykiltölur sviðsins.

Fjárhagsaðstoð
Í maí 2018 var greitt til framfærslu kr. 10.042.558,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 84. 
Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 8.482.597,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 74. 
Milli apríl og maí 2018 voru 14 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 16 nýjar umsóknir samþykktar á móti. Fjöldi afgreiðslna 132. Fjöldi synjana 11.
 Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í maí 2018 var greitt kr. 2.074.367,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 156.
Áfrýjunarnefnd
Í maí 2018 voru 19 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd. 17 erindi samþykkt/staðfest.

5. Önnur mál (2018010214)
Velferðarráð tekur sumarfrí í júlí en reglulegir fundir ráðsins verða annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 14:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 5. júlí 2018.