370. fundur

09.01.2019 00:00

370. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4 þann 9. janúar 2019 kl. 14:00.

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu sat fundinn í fyrstu þremur dagskrárliðunum. Margrét A. Valsdóttir og Eyrún S. Ingólfsdóttir sátu fundinn í fyrsta máli.

1. Heimsókn á Nesvelli (2019010047)
Fulltrúar í velferðarráði heimsóttu þjónustumiðstöðina að Nesvöllum þar sem Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu sagði frá starfseminni og sýndi aðstöðuna.

2. Breyting á lögum um dagdvalir (2019010050)
Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi. Í lagabreytingunni felst að heimilt verður að samþykkja umsóknir um dvöl í dvalarrýmum og dagdvalarrýmum fyrir fólk sem er yngra en 67 ára ef fyrir liggur mat á þörf viðkomandi fyrir þessi úrræði. Heimild sem þessi er þegar fyrir hendi vegna þeirra sem eru yngri en 67 ára en hafa verið metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými.

3. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2018030095)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu kynntu skýrslu um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Lögð er áhersla á aukið samstarf.

4. Reglur um fjárhagsaðstoð - ákvörðun um framreikning (2019010052)
Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert.
Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðast við vísitölu neysluverðs síðustu hækkunar 1. janúar 2018.
Skv. reiknivél Hagstofu Íslands, miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2017 og desember 2018, færi grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar úr kr. 144.283,- í kr. 149.678,-.
Velferðarráð samþykkir hækkunina.

5. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2018020247)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir lykiltölur sviðsins.

Fjárhagsaðstoð
Í desember 2018 fengu 86 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 9.853.809,-. Í sama mánuði 2017 fékk sami fjöldi einstaklinga greiddan framfærslustyrk, alls var greitt kr. 9.808.849,-. Íbúafjölgun í sveitarfélaginu frá desember 2017 til desember 2018 var 6,4%.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í desember 2018 var greitt kr. 1.890.929,- í sérstakan húsnæðisstuðning til 149 einstaklinga/fjölskyldna. Á sama tíma 2017 fengu 132 einstaklingar/fjölskyldur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Áfrýjunarnefnd
Í desember 2018 voru 10 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd.
9 erindi voru samþykkt og einu erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2019.