372. fundur

13.03.2019 00:00

372. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. mars 2019 kl. 14:00.

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Iðunn Ingólfsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn í 1. máli.

1. Úrræði Útlendingastofnunar að Lindarbraut 636 (2019030139)

Fulltrúar í velferðarráði ásamt starfsmönnum velferðarsviðs og fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimsóttu úrræði Útlendingastofnunar að Lindarbraut 636.

Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun kynntu starfsemina og aðstöðuna.

2. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2018040197)

Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þau Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs og Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs mættu á fundinn.

Velferðarráð Reykjanesbæjar óskaði eftir að funda með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga um verklag ríkisins, þ.e. Útlendingastofnunar, við að setja niður þjónustu sína í sveitarfélögum án þess að sveitarfélög hafi þar einhverja aðkomu eða að við val sé tekið tillit til annarra þátta en fjárhagslegs hagkvæmis fyrir ríkið og nálægðar við höfuðborgina varðandi tengslin við Útlendingastofnun. Nýjasta dæmið er leiga Útlendingastofnunar á húsnæði á Ásbrú, Reykjanesbæ, en sami háttur hefur verið hafður á á höfuðborgarsvæðinu. Önnur sveitarfélög á Íslandi virðast undanskilin og/eða hafa ekki, að því er velferðarráð best veit, sýnt neinn áhuga á að sinna þessu verkefni, þ.e. þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ráðið telur að það fyrirkomulag sem er viðhaft í dag sé óásættanlegt og nauðsynlegt sé að bregðast við svo það haldi ekki áfram í óbreyttri mynd. Mikilvægt er að halda þessu samtali áfram og að settar verði reglur varðandi úrræði og aðkomu annarra sveitarfélaga. Velferðarráð mun í framhaldinu óska eftir fundi með dómsmálaráðuneytinu um þessi mál.

3. Hlutverk notendaráða (2018120096)

Málinu frestað til næsta fundar.

4. Starfsáætlun velferðarsviðs 2019 (2019010121)

Velferðarráð staðfestir starfsáætlun fyrir árið 2019.

5. Fundargerð samtakahópsins 28. febrúar 2019 (2019010279)

Fundargerðin lögð fram. Velferðarráð tekur undir áhyggjur hópsins af áfengisneyslu ungmenna. Ráðið óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi mæti á næsta fund ráðsins.

6. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar - janúar 2019 (2019030140)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir tölulegar upplýsingar fyrir janúar 2019.

Fjárhagsaðstoð
Alls barst 31 ný umsókn um fjárhagsaðstoð í janúar, 17 voru samþykktar, 3 synjað og 11 settar á bið. Greiddur framfærslustyrkur í janúar var kr. 7.268.226. Á sama tíma 2018 var greiddur framfærslustyrkur að upphæð kr. 10.112.137.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Alls bárust 18 nýjar umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning í janúar. Greiddur var sérstakur húsnæðisstuðningur að upphæð kr. 1.936.470. Á sama tíma 2018 var greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur að upphæð kr. 1.810.371.
Áfrýjunarnefnd
Í janúar 2019 voru 6 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 5 erindi voru samþykkt og einu erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2019.