406. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 12. janúar 2022 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)
Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi nýtt hjúkrunarheimili.
2. Evrópuverkefni styrkt af Erasmus+ (2021010255)
Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála mætti á fundinn og kynnti Asset verkefnið sem er samstarfsverkefni nokkurra Evrópuþjóða sem styrkt er af Erasmus+. Reykjanesbær tekur þátt í verkefninu en markmið þess er að þróa og framleiða rafrænt kennsluefni í vísinda- og tæknigreinum fyrir innflytjendur til þess að auka tækifæri þeirra á vinnumarkaði.
3. Stapavellir - Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins (2019050509)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir stöðunni varðandi byggingu íbúða fyrir fatlað fólk að Stapavöllum í Reykjanesbæ.
4. Endurskipulagning á velferðarsviði (2021020808)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir framvindu endurskipulagningar á velferðarsviði.
5. Reglur um félagslega þjónustu - endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð (2022010182)
Lagt fram til kynningar. Velferðarráð mun vinna að endurskoðun á reglum um félagslega þjónustu.
6. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2021010238)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð velferðarsviðs fyrir október og nóvember 2021.
Fylgigögn:
Tölulegar upplýsingar - desember 2021
7. Fundargerð Samtakahópsins 16. desember 2021 (2021010500)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 16. desember 2021
8. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2022.