437. fundur

13.11.2024 13:00

437. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. nóvember 2024 kl. 13:00

Viðstaddir: Birna Ósk Óskarsdóttir varaformaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Eyjólfur Gíslason og Linda María Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, Katrín Alda Ingadóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Linda María Guðmundsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Fjárhagsáætlun 2025 og fjárfestingaráætlun (2024050440)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun sviðsins fyrir árið 2025.

2. Smáhús – vettvangsþjónusta (2023070008)

Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, kynnti tillögu að fyrirkomulagi vettvangsþjónustu fyrir íbúa Reykjanesbæjar með flóknar þjónustuþarfir.

Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og líst vel á þær hugmyndir sem þar koma fram.

3. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd – nýr samningur (2024100122)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir niðurstöðum bæjarlögmanns varðandi nýjan samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Bæjarlögmaður gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin en hvetur sveitarfélagið til að vera vakandi gagnvart lagaumhverfi þessa málaflokks þannig að hægt verði að endurskoða fjárframlög á grundvelli samningsins ef forsendur breytast.

Samningurinn verður tekinn til afgreiðslu á næsta fundi velferðarráðs.

4. Samstarf á sviði endurhæfingar - samkomulag (2024110151)

Þann 31. október síðastliðinn var undirritaður samningur um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingar þjónustunnar þvert á kerfi. Aðilar samningsins eru Tryggingastofnun, félagsþjónustur sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingarsjóður, Vinnumálastofnun og heilsugæslustöðvar. Samningurinn er gerður til að tryggja og formfesta samstarf vegna ábyrgðar þessara aðila á endurhæfingu eða framfærslu einstaklinga á meðan á endurhæfingu stendur. Auk þess undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra samninginn til staðfestingar á stuðningi við að markmiðum samstarfsins verði náð.

5. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2024020127)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð fyrir janúar til september 2024 og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í september 2024.

Fjárhagsaðstoð

Í október 2024 fengu 204 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 27.701.417 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 135.791 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð eru 52.

Í sama mánuði 2023 fengu 296 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 39.814.897 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 134.510 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 116.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í október 2024 fengu 267 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.830.657 kr.

Í sama mánuði 2023 fengu 310 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.388.978 kr.

Áfrýjunarnefnd

Í október 2024 voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 22 erindi lögð fyrir nefndina, þar af eitt erindi í tveimur liðum. 14 erindi voru samþykkt, 3 erindum frestað og 6 erindum synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.