Lið Heiðarskóla er skipað þeim Emmu Jónsdóttur (armbeygjur og hreystigreip), Heiðari Geir Hallssyni (upphífingar og dýfur), Jönu Falsdóttur (hraðaþraut) og Kristóferi Mána Önundarsyni (hraðaþraut). Varamenn eru Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson
Það var lið Heiðarskóla úr Reykjanesbæ sem bar sigur úr býtum eftir gríðarlega spennandi og skemmtilega keppni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Heiðarskóli fékk 64 stig, aðeins hálfu meira en Laugarlækjaskóli.
Keppnin var æsispennandi allan tímann en Heiðarskóli var með bestan árangur í upphífingum og dýfum. Heiðarskóli var með 4,5 stigum meira en Laugalækjarskóli fyrir síðustu keppnina sem var hraðabrautin. Laugalækjarskóli vann hana en Heiðarskóli endaði í 3. sæti í henni og það tryggði honum sigur í keppninni.
Þess má geta að Holtaskóli og Akurskóli voru meðal 12 skóla í úrslitum en komust ekki í efstu þrjú sætin en frábær árangur engu að síður hjá þessum þremur skólum Reykjanesbæjar.
Við óskum þeim innilega til hamingju.