Bæjarstjórn samþykkti ársreikning samstæðu Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær, þriðjudaginn 2. maí 2017.
Rekstrarniðurstaða bæði A-hluta bæjarsjóðs er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012 og samstæðu A og B hluta síðan 2010. Munar þar mest um aukna framlegð, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, en framlegð A-hluta bæjarsjóðs var 1,7 milljarður og framlegð samstæðu A og B hluta 4,1 milljarður.
Rekstarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs, að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta, er hins vegar jákvæð um 49 milljónir og samstæðu A og B-hluta um 93 milljónir.
Lykillinn að þessum viðsnúningi í rekstri er að á meðan tekjur hafa aukist í kjölfar meiri atvinnu og hærri launa hefur starfsmönnum Reykjanesbæjar tekist að koma í veg fyrir að útgjöld hækki í takt við auknar tekjur.
Nánari upplýsingar má fá af upptöku af bæjarstjórnarfundi í gær og hér má nálgast ársreikninginn í heild sinni.