Frá því að landnámsýragarðurinn við Víkingaheima opnaði laugardaginn 24. apríl hafa 2700 gestir komið í garðinn. Margir leiksskólar hafa kíkt við, sérstaklega á morgnana þegar verið er að gefa dýrunum, en umsjónarmaður garðsins tímasetur matargjafirnar með tilliti til heimsókna leikskólabarnanna.
Nokkrir grunnskólar undirbúa þessa dagana heimsóknir í garðinn í tengslum við þemadaga hjá skólunum.
Hægt er að láta Gunnar J. Helgason yfirdýrahirði vita um fyrirhugaðar heimsóknir í síma 771 7114. Von er á fleiri dýrum í garðinn, en þar eru núna geitur og kiðlingar, kálfar, kindur og lömb, landnámshænur og kanínur.
Í undirbúningi þessa dagana er sveitamarkaður sem setja á upp í garðinum 17. júní n.k.. Fyrirkomulagið verður nánar auglýst á næstu dögum.