Alþjóðadagur kennara var fimmtudaginn 5. október
Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á öllu því faglega og góða starfi sem kennarar inna af hendi, að minna á mikilvægi kennarastarfsins og huga að menntun til framtíðar.
Að baki Alþjóðadags kennara standa UNESCO, Alþjóðasamtök kennara (Education International) og Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO). Valið er baráttumál eða slagorð á hverju ári og að þessu sinni er yfirskriftin: „Kennararnir sem við þurfum fyrir menntunina sem við viljum: Þörf heimsbyggðarinnar til að snúa við kennaraskortinum“.
Reykjanesbær óskar kennurum sínum hjartanlega til hamingju með daginn með þökk fyrir vel unnin störf.