Ársskýrslur Reykjanesbæjar 2021

Stofnanir og vinnustaðir Reykjanesbæjar hafa tekið saman ársskýrslur vegna 2021 og í þeim sést vel hversu öflugt starf er unnið víðs vegar í stjórnsýslu og stofnunum sveitarfélagsins. Þeim er ætlað að varpa ljósi á starfsemi Reykjanesbæjar í víðu samhengi. 

 

 

 

 

 

 

 

Ársskýrsla bæjarstjóra

Árið 2021 var fyrir margra hluta sakir frábrugðið öðrum í störfum mínum sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Sá hluti starfsins sem snýr að almannavörnum og neyðarstjórn tók mun meiri tíma en áður. Ástæðan voru jarðhræringar og eldgos í næsta nágrenni drjúgan hluta ársins til viðbótar við heimsfaraldur Covid19. Uppfæra þurfti viðbragðs- og rýmingaráætlanir einstakra stofnanna, hverfa og sveitarfélagsins í heild og tókst sú vinna með miklum ágætum. Ein „skrifborðsæfing“ með viðbragðsaðilum fór fram á árinu en gera þarf gangskör í því að kynna allar þessar viðbragðsáætlanir miklu betur fyrir íbúum. Önnur verkefni sem vert er að nefna eru t.d. vinna við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, áframhaldandi framkvæmdir við Stapaskóla, breytingar á útisvæði Sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut, nýr gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar, endurskoðun aðalskipulags og vinna við stefnumörkun í mörgum málaflokkum m.a. menntamálum og umhverfismálum. Þá fór töluvert púður í undirbúning innleiðingar nýrra laga í nokkrum málaflokkum s.s. félagsþjónustu og fræðslumálum. Um allt þetta má lesa nánar í ársskýrslum einstakra sviða og deilda...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU BÆJARSTJÓRA 2021

Ársskýrsla fjármálaskrifstofu 2021

Meginhlutverk fjármálaskrifstofu er að annast fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana hans, söfnun, vinnslu og dreifingu upplýsinga til og fyrir stofnanir bæjarins, sviðsstjóra, forstöðumanna, deildarstjóra, stafsmanna, bæjarfulltrúa og bæjarbúa. Skrifstofan hefur yfirumsjón með og stýrir vinnu við fjárhagsáætlun, sér um eftirfylgni og frávikagreiningu frá fjárhagsáætlun, ásamt kostnaðargreiningu. Starfsmenn skrifstofunnar sinna mánaðarlegu uppgjöri til bæjarráðs, árshlutauppgjörum og gerð ársreiknings. Einnig sér sviðið um að veita ráðum, þ.m.t. bæjarráði4 ráðgjöf, greiningu og upplýsingar varðandi það sem snýr að fjárhagslegum þáttum þeirra mála sem eru til meðferðar. Einnig veita starfsmenn ráðgjöf og þjónustu til stofnana bæjarins varðandi það sem snýr að fjármálum og rekstri. Skrifstofan hefur yfirumsjón með fjárreiðum, skuldabréfum, greiðslu reikninga og innheimtu, álagningu fasteignagjalda sem og annarra gjalda...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU FJÁRMÁLASKRIFSTOFU 2021

Ársskýrsla skrifstofu stjórnsýslu 2021

 Heimsfaraldur Covid-19 setti mark sitt á starfsemi skrifstofu stjórnsýslu á árinu 2021. Starfsmenn skrifstofu stjórnsýslu voru margir hverjir í fjarvinnu svo vikum og mánuðum skipti. Reyndi á tölvu- og upplýsingatækni sveitarfélagsins og eru flestir sammála um að sveitarfélagið hafi verið tilbúið að mæta þeim áskorunum sem fylgja heimsfaraldri. Í ársskýrslunni má finna ýmsar svipmyndir úr starfi skrifstofu stjórnsýslu og er það skoðun starfsmanna skrifstofunnar að unnið hafi verið gott starf við talsvert erfiðar aðstæður. Náðist góður árangur á flestum sviðum og talsvert bættur árangur frá fyrri árum...,

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SKRIFSTOFU STJÓRNSÝSLU 2021

Ársskýrsla Súlunnar verkefnastofu 2021

Árið 2021 hélt áfram að marka óhefðbundið ástand þrátt fyrir að nýjar starfsvenjur hafa falið í sér styrkleika við breyttu verklagi sem hagkvæmt er að aðlaga sig af. Fjarfundir, aðlögunarhæfni, og síendurteknar breytingar hafa veitt ekki þekkingu og lærdóm á nýjum og breyttum aðstæðum. Við erum í dag mun hæfari til þess að takast á við utanaðkomandi ógnanir sem breyta starfsvenjum, menningu, samskipti og samtali starfsmanna. Vegna heimsfaraldursins Covid19 sem hefur herjað á þjóðina síðan í febrúar 2020 hefur starfsemi Súlunnar verkefnastofu þurft að færa sig meira yfir í rafrænt form þegar kemur að viðburðum, þjónustu og innri starfsemi. Þróun þessi ýtir undir meiri samstöðu þar sem jákvætt viðhorf og mikil elja jók samvinnu og stuðning sem kom okkur í gegnum erfiða tíma. 

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SÚLUNNAR VERKEFNASTOFU 2021

Ársskýrslur deilda innan Súlunnar verkefnastofu:

Ársskýrsla Bókasafn Reykjanesbæjar

Ársskýrsla Byggðasafns Reykjanesbæjar

Ársskýrsla Hljómahallar

Ársskýrsla Listasafns Reykjanesbæjar

Ársskýrsla markaðassmála

Ársskýrsla menningarfulltrúa

Ársskýrsla atvinnu- og viðskiptaþróun

Ársskýrsla sviðstjóra fræðslusviðs 2021

 Í eftirfarandi ársskýrslu er stiklað á stóru yfir það helsta sem fram fór á fræðslusviðinu á árinu 2021 og hvernig í grófum dráttum gekk að fylgja eftir helstu áherslum og verkefnum sem skilgreind voru í starfsáætlun fræðsluskrifstofunnar fyrir árið 2021. Ársskýrslu sviðsstjóra er ekki ætlað að gera innra starfi einstakra stofnana á fræðslusviði skil en það var afar fjölbreytt og gróskumikið sem fyrr.

Eitt af stóru verkefnunum okkar á árinu 2021 var útgáfa nýrrar menntastefnu fyrir Reykjanesbæ. Menntastefnan,sem hlaut heitið Með opnum hug og gleði í hjarta, á að að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að starfi með börnum og ungmennum í sveitarfélaginu. Það er ómögulegt að gera öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á fræðslusviðinu góð skil í skýrslu sem þessari en hér á eftir er rakin framvinda helstu áhersluverkefna sem fræðsluskrifstofan kom að með einum eða öðrum hætti á árinu 2021.

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SVIÐSTJÓRA FRÆÐSLUSVIÐS 2021

Ársskýrsla umhverfissviðs 2021

Árið 2021 hefur verið eins og hjá öllum mjög einkennilegt og hefur allt starf litast mjög af heimsfaraldri sem kom til lands í upphafi árs 2020. Áhrif heimsfaraldursins á verkefni sviðsins hafa verið sveiflukennd eins og á aðra starfssemi Reykjanesbæjar og hefur fyrst og fremst miðast við þær takmarkanir sem gefnar eru út hverju sinni. Einnig hafa verklegar framkvæmdir tafist eða raskast vegna veikinda eða einangrunar starfsmanna og/eða verktaka. Við þetta ástand bætast jarðhræringar á Reykjanesi sem höfðu töluverð áhrif á forgangsröðun verkefna á árinu. En þrátt fyrir þessi áföll gengu verkefni sviðsins mjög vel. Áfram var unnið í að rafvæða skrifstofu byggingarfulltrúa, heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar var unnin allt árið sem og töluvert af deiliskipulagsbreytingum sem fengu samþykki. Áfram var unnið í stígagerð og umhverfisverkefnum og umferðaröryggi barna var okkur starfsfólki Umhverfissviðs hugleikið.

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU UMHVERFISSVIÐS 2021

Ársskýrsla velferðarsviðs 2021

Á vormánuðum 2021 var hafist handa við undirbúning skipulagsbreytinga á velferðarsvið með það að markmiði að mæta betur þörfum bæjarbúa og skildum sveitarfélagsins og efla starfsumhverfi starfsmanna, samhliða áhrifum lagabreytinga frá 2018 og væntanlegum skipulagsbreytingum í kjölfar lagabreytinga sem tóku gildi 1.janúar 2022, með lögum um samþætta þjónustu í þágu velferðar barna og skipulagsbreytingum í barnavernd, sem koma að fullu til framkvæmda eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022

Smella hér til að sjá ársskýrslu velferðarsviðs 2021