Björgin hefur opnað aftur

Ljósaskipti í Reykjanesbæ
Ljósaskipti í Reykjanesbæ

Í ljósi tilslakana á fjöldatakmörkunum úr tíu í tuttugu manns þann 13. janúar hefur Björgin verið opnuð á nýjan leik en þó með eftirfarandi takmörkunum:

  • Opnunartími Bjargarinnar verður skertur og tvískiptur. Það verður annars vegar opið fyrir hádegi frá klukkan 8:30-11:30 og hinsvegar eftir hádegi frá klukkan 12:30-15:30.
  • Endurhæfingarhóp er skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum.
  • Athvarfinu er skipt í fjóra hópa og mætir hver hópur einn dag í viku annað hvort fyrir eða eftir hádegi.

Notendur Bjargarinnar fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 alla virka daga á milli klukkan 8:00 og 16:00. Það er einnig hægt að senda starfsmönnum tölvupóst.

Netföng starfsmanna:

Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is

Fólk er hvatt til að mæta í gönguferðir sem farnar eru frá Björginni klukkan 11:00 alla virka daga. Fer þó eftir veðri og vindum.