Fimmtudaginn 5. október voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2023. Tilnefnt er eftir þremur flokkum. Að þessu sinni er Brynja Stefánsdóttir kennari tilnefnd fyrir árangursríka vísinda- og tæknikennslu á leik- og grunnskólastigi.
Í umsögn segir m.a.:
Brynja er kennari af lífi og sál … Hún smitar einlægum áhuga sínum á viðfangsefninu til nemenda auk þess sem hún sýnir nemendum einstakan skilning og nærgætni og einstaklingsmiðar allt nám eins og þarf. Brynja hvetur samstarfsfólk sitt áfram og lítur heilstætt á skólastarf. Við skipulag kennslunnar hugar hún vel að læsi og öðrum grunnþáttum menntunar. Hún er einstaklega jákvæð og góð fyrirmynd fyrir aðra kennara, fagmaður fram í fingurgóma, nýtir upplýsingatækni vel í starfi sínu og nær miklum árangri með nemendum. Að lokum er hún leiðandi í samfélagi náttúrufræðikennara með því að deila hugmyndum og hvetja aðra áfram.
Við óskum Brynju innilega til hamingju með tilnefninguna og erum ótrúlega stolt af henni.
Nánar má lesa um tilnefningar hér:
https://skolathroun.is/brynja-stefansdottir/