Lokanir til kl. 13.00 á morgun vegna veðurs

Vegna óveðurs sem nú gengur yfir landið og rauðra viðvarana í fyrramálið verða eftirfarandi stofnanir Reykjanesbæjar lokaðar til kl. 13.00 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

  • Grunn- og leikskólar
  • Tónlistarskólinn
  • Fjörheimar
  • Sundlaugar og íþróttamannvirki
  • Bókasafn við Tjarnargötu og í Stapaskóla
  • Duus safnahús
  • Þjónustuver Reykjanesbæjar
  • Hæfingastöðin
  • Björgin
  • Skjólið
  • Dagdvöl aldraðar í Selinu og Nesvöllum
  • Þjónustumiðstöðin á Nesvöllum

Íbúar eru hvattir til að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu, fylgjast vel með veðurspá og tilkynningum frá Veðurstofu.