Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.
Vallabraut lokuð vegna framkvæmda 17.-20. febrúar
Vallarbraut við Hjallatún verður lokuð á mánudag 17. feb eftir kl 9:00. Lokunin mun líklegast vara fram á fimmtudag 20. feb.
Hjáleiðir verða um Afreksbraut og við Krossmóa. Það verður opið fyrir umferð á Vallarbraut frá Krossmóa að leikskólanum Hjallatúni.

Vesturbraut – truflanir á umferð vegna framkvæmda 18.–21. febrúar
Vegna viðgerða á hitaveitu verður unnið á Vesturbraut við gatnamót Hringbrautar frá morgni þriðjudags 18. febrúar. Framkvæmdirnar gætu valdið einhverri röskun á umferð til föstudags 21. febrúar.
Reynt verður að lágmarka truflun eins og kostur er, og verður einungis ein akrein lokuð eftir þörfum. Þökkum fyrir þolinmæðina á meðan unnið er að endurbótum.

Vegna lokunar á Sólvallagötu föstudaginn 21. febrúar
Vegna lokunar á Sólvallagötu föstudaginn 21. febrúar mun strætó aka eftir breyttri leið:
- Bláa línan sýnir akstur frá Miðstöð um Keflavík.
- Græna línan sýnir akstur til baka í Miðstöð.
Athugið að þennan dag verður ekki ekið upp Skólaveg.
Hefðbundin leið verður tekin upp að nýju laugardaginn 22. febrúar.

Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar .