COVID-19

Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit
Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit

Almannavarnir og Landlæknir gefa út nýjar upplýsingar daglega. Reykjanesbær hvetur fólk til að fylgjast vel með fjölmiðlum varðandi nýjustu upplýsingar. Hér neðar í fréttinni eru hlekkir á heimasíður Almannavarna og Landlæknis.

Úr fréttatilkynningu Landlæknis 4. mars 2020:
Samkomur
Í ljósi fjölmargra fyrirspurna, vill almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga. Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Álag á síma 1700
Líkt og síðustu daga hefur mikið álag verið á síma 1700, en þar getur fólk leitað upplýsinga í tengslum við COVID-19. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka einnig við símtölum í gegnum síma 1700 þegar álagið er mikið. Einnig er hægt að leita til heilsugæslunnar eða senda fyrirspurn í gegnum netspjall Heilsuveru en þar er hægt að komast í samband við heilbrigðisstarfsfólk.

Með því að smella hér opnast vefur Landlæknis
Með því að smella hér opnast vefur Almannavarna