Dagskrá á aðventu

Frá listaverkagarði
Frá listaverkagarði

Menningardagskrá í desember 2010

1.des kl. 17:00
Beinagrindin frá Hafurbjarnarstöðum í nýrri bátahaugssýningu sem opnar í Víkingaheimum. Ásatrúarfélagið heldur blót fyrir utan Víkingaheima kl. 18.00.

3. des kl. 14:00
Bókasafnið býður upp á upplestur úr nýjum jólabókum á Nesvöllum.

4. des. Kl. 17.00
Tendrun á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand á Tjarnargötutorgi.

5. des. Kl. 14:00
Bókakonfekt - rithöfundar lesa úr nýjum bókum í listasal Duushúsa.

5. des kl. 20:00
Minningarstund um brunann í Skildi 30. desember 1935. Kynnt verður bók um brunann.

9. des. Kl. 17:00
Verðlaunaafhending vegna Ljósahúsa í Reykjanesbæ.

12. des . kl. 15:00 og 16:30
Jólarósir Snuðru og Tuðru í íþróttahúsi Akurskóla. Miðapantanir á netfangið valasvans@simnet.is. Uppselt er á fyrri sýninguna. Miðaverð kr. 500.

 
Átt þú jólapakka?
Eins og undanfarin ár stendur Flughótel fyrir jólapakkasöfnun í samstarfi við Velferðarsjóð Suðurnesja og Reykjanesbæjar.

Jólapökkunum verður safnað saman undir jólatré í Listasalnum á Flughóteli móti Bókasafni Reykjanesbæjar. Leikskólabörn á Holti sáu um að skreyta tréð með skrauti sem þau bjuggu til sjálf . Síðasti móttökudagur pakka er þriðjudagur 21.desember.

Úthlutanir fara fram á Flughóteli 21. og 22. desember milli kl.13:00 og 17:00.

Jólasýning í stígvélagarði
Á aðventu stendur yfir skemmtileg jólasýning í listaverkagarði leikskólabarna á Holti.

Á sýningunni eru listaverk sem börnin hafa verið að vinna á síðustu dögum, málað á plast, þæfðar ullarkúlur sem hanga á fallegum greinum og steinalistaverk svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum alla til að gera sér ferð í listaverkagarðinn og skoða.

Garðurinn stendur við göngustíginn við strandlengjuna í Innri Njarðvík fyrir neðan tjarnirnar.