Jón Jónsson og Friðrik Dór
Jón Jónsson og Frikki Dór munu skemmta nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar, starfsfólki og öðrum sem vilja taka þátt fimmtudaginn 10. febrúar nk. klukkan 10:00
Félagsmiðstöðin Fjörheimar mun aðstoða bræðurna við að halda uppi stemningunni og efna til samkeppni um peppuðustu skólastofu hvers skóla.
Vorið er handan við hornið og bjartir tímar framundan þess vegna ætlum við öll að dansa okkur í gang næstkomandi fimmtudag.
Eftir frekar krefjandi vetur þar sem skólar, nemendur og foreldrar hafið lagt sitt af mörkum til að halda samfélaginu gangandi og gert sitt allra besta til að stuðla að vellíðan barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ bjóða foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ ásamt FFGÍR til skemmtunar.
Markmiðið er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra faraldursins og sýna í verki þakklæti til starfsfólks og nemenda með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð.
Skemmtuninni verður streymt í allar skólastofur grunnskóla Reykjanesbæjar. Áætlað er að partýið standi í tæpar 40 mínútur og er í raun opið öllum á YouTube rás Hljómahallarinnar: https://www.youtube.com/channel/UCO5jYQPSFiheT9alLEyb-pQ.