Frístundaheimili grunnskóla opna frá 9. ágúst 2022 fyrir börn fædd 2016
Frístundaheimili grunnskólanna fyrir tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2016) opna frá 9. ágúst til skólasetningar. Markmiðin með þessari opnun eru m.a. að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en hefur verið og að aðlaga tilvonandi 1. bekkinga í grunnskólann sinn.
Farið var af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum haustið 2020 og var almenn ánægja foreldra með framkvæmdina. Síðasta haust stóð þetta öllum tilvonandi 1. bekkingum til boða. Að fenginni reynslu síðustu tveggja ára hefur verið ákveðið að halda áfam að bjóða upp á þessa þjónustu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins og koma þannig til móts við þarfir fjölskyldna.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 20. maí. Athugið að foreldrar eru beðnir um að setja inn upplýsingar um systkin vegna fjölskylduafsláttar í reitinn annað.
Opnunartíminn verður frá 9:00 – 15:00. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Þetta fyrirkomulag líkir sem mest eftir hefðbundnu skipulagi skóladagsins.
Frístundaheimili Háaleitis-, Myllubakka- og Njarðvíkurskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 9. – 19. ágúst 2022
Frístund fyrir 9 daga frá kl. 9:00 – 15:00 - 17.658 kr
- þar af hádegismatur og síðdegisnesti - 490 kr
Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi – 12.168 kr) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.
Frístundaheimili Akur-, Heiðar-, Holta- og Stapaskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 9. – 22. ágúst 2022
Frístund fyrir 10 daga frá kl. 9:00 – 15:00 - 19.620 kr
- þar af hádegismatur og síðdegisnesti - 100 kr
Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi – 13.520 kr) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.