Hugmyndir barna og ungmenna um betri Reykjanesbæ.
Í vikunni fór af stað hugmyndasöfnun barna og ungmenna á aldrinum 11 til 18 ára um betri Reykjanesbæ. Markmiðið er að ná fram röddum barna og ungmenna og gefa þannig þeim sem yngri eru kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri við stjórnendur og aðra starfsmenn bæjarins. Veggspjöld með nánari upplýsingum hafa verið hengd upp í öllum skólum Reykjanesbæjar og víðsvegar um bæinn, t.d. Reykjaneshöllinni og í sundmiðstöðinni.
Við hjá Reykjanesbæ erum, eins og fjölmörg önnur sveitarfélög á landinu, að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins Barnvæn sveitarfélög. Ákvörðun um að innleiða Barnasáttmálann felur í sér viðurkenningu á að þekking og reynsla barna og ungmenna sé verðmæt fyrir sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög vinna að því að efla þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu og leita eftir og nýta reynslu og viðhorf þeirra til að bæta þá þjónustu sem ætluð er þeim.
Vilt þú vita meira um Barnvæn sveitarfélög? Smelltu þá hér og kynntu þér málið. Einnig bendum við á vef Barnasáttmálans en þar má finna mikið af fræðsluefni fyrir börn og fullorðna um mannréttindi barna. Á vefnum eru einnig verkefni fyrir börnin í þínu lífi til að njóta, á sama tíma og þið lærið um réttindi barna
Margar góðar hugmyndir og ábendingar eru komnar fram og eru börn sem hugmyndasöfnunin nær til hvött til að koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri“
Kíktu á kynningarmyndbandið okkar Þín skoðun skiptir máli