Hópurinn sem fékk hvatningarverðlaunin 2017.
Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 31. maí 2018.
Allir sem vilja geta tilnefnt verkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 24. maí 2018.
Með því að smella á þennan tengil má nálgast eyðublað til að tilnefna
Í fyrra hlutu umsjónarmenn „FIRST LEGO League“ verkefnisins í Myllubakkaskóla, þau Íris Dröfn Halldórsdóttir, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Sveinn Ólafur Magnússon og Bryndís Guðmundsdóttir fengu Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2017. Einnig fengu verðlaun Gyða Margrét Arnmundsdóttir fyrir sérdeildina Ösp og leikskólinn Holt fyrir Erasmus+ verkefnið „Læsi í gegnum lýðræði“.