Bæjarhlið Reykjanesbæjar.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að viðhafa könnun meðal bæjarbúa um málefni er varða þjónustu og aðkomu sveitarfélagsins um stjórn og rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja/heilsugæslunnar.
Könnunin, sem er rafræn, fer fram dagana 23. – 31. maí.
Með því að smella á vefborðann hér efst á síðunni eða með því að smella á þessa slóð https://kjornet.is/ getur þú tekið þátt í könnuninni og fengið leiðbeiningar um framkvæmd hennar.
Spurt er hvort íbúar séu sáttir við þjónustu HSS/heilsugæslunnar, hvort að Reykjanesbær eigi að koma að stjórnun og rekstri HSS/Heilsugæslunnar og þá með hvaða hætti. Könnunin er órekjanleg niður á einstaklinga.