Lestur í Njarðvíkurskóla.
Njarðvíkurskóli hefur unnið markvisst eftir Lestrarstefnu sem unnin var af deildarstjórum skólans frá hausti 2011. Niðurstöður lestrarprófa sýna að þessi vinna hefur skilað betri og skilvirkari árangri í lestri og lesskilningi á milli ára hjá allflestum nemendum. Samkvæmt stefnunni fá nemendur sem ná ekki markmiðum í lestri einstaklingsáætlun og hefur þeim fækkað verulega á milli ára sem þurfa slíka áætlun. Þessu má þakka markvissri lestrarkennslu, jákvæðum nemendum, samstíga kennarahópi og áhugasömum og hvetjandi foreldrum. Þá hefur nákvæm skráning á árangri og eftirfylgni haft sitt að segja. Nemendur, kennarar og foreldrar eru afar ánægðir með þann árangur sem hefur áunnist og stefna á að gera enn betur á komandi skólaári.