Grétar Þór, Valgerður Björk og Kristján skipa Útsvarslið Reykjanesbæjar í vetur.
Fyrsta viðureign liðs Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga á RÚV 2018-2019, verður föstudaginn 26. október nk. Liðið skipar Grétar Þór Sigurðsson nemi, Kristján Jóhannsson leiðsögumaður og leigubílsstjóri og Valgerður Björk Pálsdóttir verkefnisstjóri.
Lið Reykjanesbæjar í Útsvari gekk vel síðasta vetur og tryggði sér þátttökurétt í keppninni í vetur. Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breitt. Nú munu einungis 12 sveitarfélög keppa, þau sem hafa unnið síðastliðin 11 ár, komst í úrslit eða farið mjög nálægt því. Að auki verða skipuðu fjögur óhefðbundin lið sem eiga að koma sjónvarpsáhorfendum á óvart. Keppniskvöld verða því átta á þessu hausti en úrslit fara svo fram eftir áramót.
Þær breytingar hafa verið gerðar á liðinu að Valgerður Björk Pálsdóttir verkefnastjóri kemur í stað Helgu Sigrúnar Harðardóttur lögfræðings sem þurfti frá að hverfa.
Reykjanesbær þakkar þessum glæsilegu fulltrúum fyrir þátttökuna og óskar þeim góðs gengis í vetur.
Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með viðureigninni í sjónvarpssal þurfa að vera mættir í útvarpshúsið við Efstaleiti rétt upp úr kl. 19:00.