Lokanir og skert þjónusta vegna óveðurs föstudaginn 14. febrúar

Veðurviðvörun
Veðurviðvörun

Frétt uppfærð kl. 14:30

Mötuneytið á Nesvöllum opnar kl. 11:30. Engin önnur starfsemi verður í húsinu.
Rokksafn Íslands er lokað í dag.
Duus Safnahús eru lokuð í dag.

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Talið er að veðrið gangi niður um miðjan dag sem þýðir að ýmis önnur þjónusta raskast eða fellur niður fyrri hluta dags eða jafnvel allan daginn.

  • Allt skólahald grunn- og leikskólum auk tónlistarskólans fellur niður.
  • Sundmiðstöðin og önnur íþróttamannvirki opnuð kl. 12:00 á hádegi
  • Hæfingarstöðin verður lokuð
  • Dagdvöl aldraðra fellur niður
  • Heimaþjónusta verður skert
  • Mötuneytið á Nesvöllum opnar kl. 11:30. Engin önnur starfsemi verður í húsinu.
  • Almenningssamgöngur hófust kl. 12:30.
  • Ægisgata lokuð vegna sjógangs
  • Björgin lokuð. 
  • Rokksafn Íslands lokað
  • Duus Safnahús eru lokuð
  • Lokað neðan Pósthússtrætis og um Keflavíkurhöfn

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima fyrri hluta dags og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum.