Frá opnun sýningar Ilmar Stefánsdóttur í listasal
Svo mikið er víst að engum þarf að leiðast um helgina því hægt er að velja úr menningartengdum viðburðum sem auðga bæði andann og sálina.
Á laugardaginn kl. 14:00 kynna Árni Bergmann og Gunnar Eyjólfsson nýútkomna ævisögu Gunnars á Nesvöllum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Á sunnudag kl. 15:00 verður myndlistarmaðurinn Jón B.K. Ransu með leiðsögn fyrir gesti og gangandi um sýningu sína TÓMT í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Á sama tíma verður formleg opnun á nýrri sýningu Ástu Ólafsdóttur í Suðsuðvestri sem hún nefnir "Vegferð." Sýningin verður einnig opin laugardaginn 20.nóvember frá kl.14:00 til kl.17:00.
Á sunnudagskvöldið kl. 20:00 verður loks boðið upp á þjóðlegan fróðleik á baðstofudögum í Safnamiðstöðinni í Ramma, þar sem sagt verður frá sagnakonunni Mörtu Valgerði og munir henni tengdir sýndir.
Nú er um að gera að bregða undir sig betri fætinum og njóta þess bærinn býður upp á í menningu og listum.