Minnt er á hvatagreiðslur - nýtt og einfaldara fyrirkomulag

Sundfólk
Sundfólk

Nú er að hefjast skráning hjá mörgum íþrótta- og tómstundafélögum fyrir veturinn og vill Reykjanesbær því minna á hvatagreiðslur sem greiddar eru foreldrum barna 6 - 18 ára til niðurgreiðslu á viðurkenndu menningar- íþrótta- og tómstundastarfi.

Einungis er hægt að sækja greiðslurnar rafrænt á mittreykjanes.is og gilda þær fyrir hvert barn í eitt ár, frá janúar til desember. Ef styrkurinn hefur ekki verið nýttur á þeim tíma fellur hann niður.

Að sögn Ragnars Arnar Péturssonar íþróttafulltrúa hefur verð gerð breyting á greiðslufyrirkomulaginu sem mun auðvelda greiðslur. "Notast verður við sama greiðslufyrirkomulag og er á umönnunargreiðslum hjá Reykjanesbæ og munu íþrótta- og tómstundafélög sem taka þátt í verkefninu senda upplýsingar um skráningu barna á Mitt Reykjanes eftir að foreldrar hafa skráð barn sitt í menningar-, íþrótta- eða tómstundastarf og greitt gjaldið að fullu. þá geta forráðamenn staðfest skráninguna á íbúavefnum og fá þá kr. 7.000 greiddar inn á reikning sinn. Greitt verður út 10. hvers mánaðar en styrkurinn gildir allt árið fram til áramóta."

Flest íþrótta- og tómstundafélög taka þátt í verkefninu sem dansskólarnir Brynballett og Danskompaní auk tónlistarskóla.

Foreldrar 14 ára barna þurfa að sækja kynningu á vegum Reykjanesbæjar til þess að virkja styrkinn. Er þetta gert í forvarnarskyni og eru kynningarnar auglýstar á vef bæjarins og staðarblöðum.