Netspjall þjónustuviðbót hjá Reykjanesbæ
05.11.2015
Fréttir
Þjónustuver Reykjanesbæjar býður nú upp á Netspjall til að auka þjónustu við viðskiptavini bæjarins. Í Netspjalli, sem sýnilegt er vinstra megin á heimasíðu þessa vefjar, er hægt að setja inn stuttar og einfaldar fyrirspurnir og er markmiðið að svara þeim fljótt og örugglega.
Að sögn Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur þjónustustjóra er Netspjallið viðbót við þá þjónustu sem Þjónustuverið veitir nú þegar. „Mörgum fyrirspurnum sem berast okkur má svara í Netspjalli þannig að við vonumst til þess að viðskiptavinir taki vel í þessa þjónustuviðbót. Netspjallið hefur að auki rýmri opnunartíma en Þjónustuverið því við svörum fyrirspurnum frá kl. 8:00 til 16:00.“