Reykjanesbær vinnur nú að því að setja upp ný strætóskýli við Þjóðbraut, við Akademíuna, í þeim tilgangi að bæta aðstöðu fyrir þá sem nýta sér almenningssamgöngur. Með uppsetningu nýju skýlanna er markmiðið að tryggja aukið skjól og öryggi fyrir farþega, og þá sérstaklega skólabörn sem ferðast daglega með strætó og gera biðina þægilegri á meðan beðið er eftir strætisvagni.
Meðfylgjandi eru ljósmyndir og teikningar af nýjum stoppistöðvum við Akademíuna. Jafnframt kynnum við ný strætóskýli við Sporthúsið og Keili með teikningum, þar sem sama hönnun verður nýtt til að veita almenningi skjól og betri biðaðstöðu.
Þessi þróun er liður í áframhaldandi viðleitni Reykjanesbæjar til að bæta þjónustu við íbúa sína og skapa þægilegri umhverfi fyrir alla sem ferðast með strætisvögnum í bænum.
Teikningar af nýjum strætóskýlum við Sporthúsið og Keili