Reykjanesbær auglýsir til sölu byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í þróunarreit
Reykjanesbær hefur á undanförnum árum verið eitt helsta vaxtarsvæði landsins. Samhliða þeim vexti hefur bærinn og þarf að þróast í takti við hin miklu umsvif sem fylgja þessari grósku, hvort heldur er vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli eða öðrum tækifærum í öflugu efnahags- og mannlífi svæðisins.
Í grónari hverfum bæjarins eru mikil tækifæri til þróunar reita sem hafa verið bundnir við annan tilgang en nútímaþarfir samfélagsins bæjarins kalla á. Verður þróun þeirra gerð að sérstökum verkefnum, þar sem bærinn mun ýmist selja eignir og lóðaréttindi til einkaaðila eða leita með öðrum hætti eftir samstarfsaðilum um þróun svæða.
Gott dæmi um þetta er reiturinn sem er auglýstur núna, Grófin 2. Þar var á sínum tíma dráttarbraut og svæði tengt fiskverkun og sjávarútvegi í nágrenni. Í fyllingu tímans hefur umhverfið svo þróast í aðrar áttir, léttur iðnaður í Grófinni og Duushúsin orðin menningarhús. Ef vel tekst til getur þessi reitur orðið lykill að breyttri ásýnd svæðisins og verið hluti af því að tengja Bergið og smábátahöfnina betur við Hafnargötu og Duus torfuna. Hugmyndin er að þróun þessara reita/svæða verði í samstarfi við fjárfesta og leiði þau í átt til þeirra þarfa sem samfélagið hefur um framtíðarnýtingu þeirra.
Nánari upplýsingar